Erlent samstarf Samkeppniseftirlitsins

Samkeppniseftirlitið tekur þátt í erlendu samstarfi sem undir verksvið þess heyrir. Það tekur þátt í norrænu samstarfi, evrópsku samstarfi og einnig í víðfeðmara alþjóðlegu samstarfi. 

Erlenda samstarfið felst í þátttöku í fundum í nefndum og hópum sem fjalla um samkeppnismál og -reglur og verkefnavinnu í vinnuhópum sem fjalla um afmarkaða þætti samkeppnismála. Markmið erlends samstarfs er að efla tengsl samkeppnisyfirvalda innbyrðis með það fyrir augum að auka þekkingu þeirra sem starfa við rekstur samkeppnismála svo og að rannsaka og bregðast við samkeppnislegum álitaefnum á tilteknum mörkuðum.

Samkeppniseftirlitið tekur þátt í þeim verkefnum sem mestu skipta fyrir starfsemi þess.