Samtal um samkeppni

Samtal um samkeppni

Fundaröð Samkeppniseftirlitsins með atvinnulífi og stjórnvöldum

Nú stendur yfir fundaröð með atvinnulífi og stjórnvöldum um samkeppnismál undir samheitinu „Samtal um samkeppni“. Fundirnir eru umræðuvettvangur þar sem fjallað er um hverju hefur verið áorkað og hver séu brýnustu viðfangsefnin framundan. Með þessu er Samkeppniseftirlitið að leggja við hlustir, þ.e. draga saman sjónarmið og upplýsingar sem að gagni geta komið við forgangsröðun verkefna og mótun áherslna. Um leið er eftirlitið að búa til vettvang til að koma sjónarmiðum á framfæri, sem vonandi gagnast öðrum þátttakendum einnig.

Fundirnir eru með misjöfnu sniði en það ræðst af eðli og efni fundanna. Sumir eru einugis ætlaðir boðsgestum sem tengjast málaflokknum sérstaklega og eru þeir smærri í sniðum en aðrir fundir eru opnir og verða þeir auglýstir sérstaklega hér á vefnum.   

  Eignarhald á atvinnufyrirtækjum – Áskoranir framundan

Samkeppniseftirlitið stóð þann 25. maí fyrir umræðufundi um eignarhald á atvinnufyrirtækjum, hlutverk lífeyrissjóða og áhrif á samkeppni. Fundurinn var sá fjórði í fundaröð sem eftirlitið rekur undir yfirskriftinni  „Samtal um samkeppni“ . Tæplega 80 manns sóttu fundinn og spunnust gagnlegar umræður um málefnið. Til undirbúnings umræðunum setti Samkeppniseftirlitið saman stutt minnisblað.  Nánar má lesa um fundin hér.

 Beiting samkeppnisreglna

Dr. Gjermund Mathiesen, yfirmaður samkeppnismála hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) flutti erindi á opnum fundi Samkeppniseftirlitsins um beitingu samkeppnisreglna á Íslandi og Evrópska efnahagssvæðinu.

Nánar má lesa um fundinn hér.

Áhrif stjórnvalda á samkeppni

Fyrsti fundur í fundarröðinni fór fram 3.12.2015 en þar var Ania Thiemann, hagfræðingur hjá samkeppnisdeild OECD frummælandi. Fundurinn fjallaði um áhrif stjórnvalda á samkeppni.
Nánar má lesa um fundinn hér

 Tölum um samkeppni í landbúnaði

Annar fundur fundarraðarinnar var haldinn föstudaginn 12. febrúar undir yfirskriftinni „Tölum um samkeppni í landbúnaði“. Landbúnaðarráðherra, fulltrúum hagsmunaaðila í landbúnaði og verslun og fulltrúum neytenda var boðið til fundarins.

Í pallborði sátu dr. Daði Már Kristófersson stjórnandi fundarins og forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra, Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna, Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB, Jón Björnsson forstjóri Festis og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.   

Umræður voru líflegar og komið víða við. Á fundinum lá frammi minnisblað um málefnið sem nálgast má hér
Um samkeppniseftirlitið

Tungumál
Áskrift

Póstlisti Samkeppniseftirlitsins