Stefnumótun

Stefnumótun Samkeppniseftirlitsins

Samkeppniseftirlitið byggir starfsemi sína á skýrri stefnumótun sem reglulega er tekin til endurskoðunar og byggir á skýrum markmiðum.  Stefnan byggir á eftirfarandi meginþáttum:

  • Mannauðsstefnu þar sem kappkostað er að Samkeppniseftirlitið hafi á hverjum tíma úrvals starfsfólk á sínum snærum, sem býr við fyrsta flokks starfsaðstöðu, símenntun og jafnrétti
  • Innri ferlum sem stuðla að fagmennsku
  • Skýrri sýn á árangur af verkefnum stofnunarinnar

Samkeppniseftirlitið framfylgir stefnu sinni með því að setja sér markmið og leitast við að setja markmiðum sínum mælikvarða sem reglulega er fylgst með. Þessi vinna byggir á aðferðafræði árangursstjórnunar (e. “balanced scorecard”) en í því felst m.a. að stofnunin hefur sett sér svokallað stefnukort, þar sem meginmarkmið hennar eru sett fram í fjórum grunnstoðum starfseminnar, þ.e. fjármálum, mannauði, innri ferlum og afrakstri.

Stefnukort Samkeppniseftirlit

 

Samkeppniseftirlitið hefur mótað mælikvarða sem byggja á nánar útfærðum markmiðum stefnukorts. Jafnframt hefur eftirlitið þróað mælanleg viðmið til að fylgjast með árangri starfseminnar og móta áherslur með hliðsjón af árangri. Samkeppniseftirlitið hefur tekið upp og lagað verkstjórnar- og gagnakerfi og kerfisbundna tímaskráningu verkefna að þessu. 

Reglulega eru áherslur Samkeppniseftirlitsins endurskoðaðar, með hliðsjón af fenginni reynslu og mati á því hvaða áskoranir séu framundan. Efnir Samkeppniseftirlitið gjarnan til umræðu um þessar áherslur við aðila á vettvangi neytenda, atvinnulífs og fræðasamfélags. Þannig mótaði eftirlitið nýjar áherslur við hrunið, sem beindust að því að hraða endurreisn atvinnulífsins. Árið 2014 voru þær áherslur endurskoðaðar og enn árið 2016.


Um samkeppniseftirlitið

Tungumál
Áskrift

Póstlisti Samkeppniseftirlitsins