Stjórnsýsla

Sjálfstæð stofnun

Skjaldamerki íslenska lýðveldisins

Í sameiginlegri yfirlýsingu viðskiptaráðuneytisins og Samkeppniseftirlitsins um samkeppnismál er fjallað um hlutverk beggja við framkvæmd og mótun samkeppnislaga og samskipti milli stofnunarinnar og ráðuneytis fest í sessi.

Samkeppniseftirlitið er A-hluta stofnun og er rekstur hennar greiddur af ríkissjóði.

Stjórn Samkeppniseftirlitsins

Með yfirstjórn Samkeppniseftirlitsins fer þriggja manna stjórn sem ráðherra skipar til fjögurra ára í senn. Þrír varamenn eru skipaðir með sama hætti. Ráðherra skipar formann stjórnar og ákveður þóknun stjórnarmanna.

Hlutverk stjórnar er að móta áherslur í starfi og fylgjast með starfsemi og rekstri Samkeppniseftirlitsins. Meiri háttar efnislegar ákvarðanir eru bornar undir stjórn til samþykktar eða synjunar. Stjórnin hefur sett sér starfsreglur, nr. 902/2011 (PDF skjal - Opnast í nýjum glugga), þar sem m.a. er kveðið á um hvað teljist til meiri háttar ákvarðana.

Stjórn Samkeppniseftirlitsins er þannig skipuð frá 1.09.2017:

Kristín Haraldsdóttir, formaður stjórnar
Sveinn Agnarsson
Katrín Helga Hallgrímsdóttir


Varamenn í stjórn Samkeppniseftirlitsins eru þessir:

Heimir Skarphéðinsson
Helga Reynisdóttir
Hafsteinn Þór Hauksson

 

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins er ráðinn af stjórn stofnunarinnar. Forstjóri annast daglega stjórnun á starfsemi og rekstri stofnunarinnar. Stjórn stofnunarinnar ákveður starfskjör forstjóra og setur honum starfslýsingu. Forstjóri ræður starfsmenn stofnunarinnar.

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins er Páll Gunnar Pálsson
Aðstoðarforstjóri er Ásgeir Einarsson.


Um samkeppniseftirlitið

Tungumál
Áskrift

Póstlisti Samkeppniseftirlitsins