Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kvörtun sjúkranuddstofu Wolfgangs vegna Tryggingastofnunar ríkisins

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 3/1999
  • Dagsetning: 21/1/1999
  • Fyrirtæki:
    • Sjúkranuddstofan Wolfgangs
  • Atvinnuvegir:
    • Heilbrigðis- og félagsmál
    • Önnur félgasþjónusta
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Erindi barst frá löggiltum sjúkranuddurum um samkeppnisstöðu þeirra sem heilbrigðisstéttar á frjálsum markaði en þeir nytu ekki niðurgreiðslna á starfsemisinni frá TR eða öðrum opinberum aðilum. Það geri hins vegar sjúkraþjálfarar. Í ákvörðun samkeppnisráðs var það niðurstaðan að synjun TR á að gera samninga við sjúkranuddara fæli ekki í sér samkeppnislega mismunun. Ekki væri efni til íhlutunar.