Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kvörtun vegna mismunandi samkeppnisstöðu gleraugnaverslana

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 14/1999
  • Dagsetning: 12/5/1999
  • Fyrirtæki:
    • Samtök verslunarinnar
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Lyf, stoðtæki (t.d. gleraugu) og tengdar vörur
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Samtök verslunarinnar óskuðu þess að kannað yrði hvort starfsemi gleraugnaverslunar í fríhöfninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar samræmdist ákvæðum samkeppnislaga. Voru samtökin ekki sammála túlkun fjármálaráðuneytisins um að starfsemin samrýmdist ákvæðum tollalaga og laga um virðisaukaskatt. Samkeppnisráð taldi að gleraugnaverslunin væri ekki í beinni samkeppni við verslanir utan fríhafnarinnar og því ekki tilefni til afskipta ráðsins.