Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kvörtun vegna samkeppnisstöðu Djúpbátsins hf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 26/1994
  • Dagsetning: 18/8/1994
  • Fyrirtæki:
    • Eystein Yngvason
  • Atvinnuvegir:
    • Samgöngur og ferðamál
    • Ferðaþjónusta
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Erindi barst þess efnis að útgerð Fagranessins (Djúpbátsins) hafi gerst brotleg við ákvæði samkeppnislaga með því að bjóða lægra verð í flutninga í samkeppni við einkaaðila. Eigendur Djúpbátsins voru sveitarfélög o.fl. á norðanverðum Vestfjörðum. Annaðist Djúpbáturinn áætlunarferðir með farþega, vörur og póst á svæðinu. Þjónustan var ríkisstyrkt. Samkeppnisráð mælti fyrir um fjárhagslegan aðskilnað samkeppnisrekstrar og þess hluta rekstrar Djúpbátsins sem naut verndar í formi ríkisstyrkja.