Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Erindi Samtaka iðnaðarins er varðar samkeppnisstöðu hugbúnaðarfyrirtækja gagnvart Reiknistofu bankanna

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 28/1999
  • Dagsetning: 8/11/1999
  • Fyrirtæki:
    • Samtök iðnaðarins
  • Atvinnuvegir:
    • Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
    • Upplýsingatækni og hugbúnaðarþjónusta
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Samtök iðnaðarins óskuðu þess að metið yrði hvort það skaðaði samkeppni á hugbúnaðarmarkaðnum að Reiknistofa bankanna greiddi ekki vsk af starfsemi sinni. Var gerð krafa um fjárhagslegan að skilnað í rekstri reiknistofunnar.  Samkeppnisráð taldi ekki ástæðu til að hafast að þar eð reiknistofan starfaði ekki á almennum markaði hugbúnaðar heldur innti vinnu af hendi fyrir eigendur sína, banka og sparisjóði.

    Með úrskurði sínum í máli nr. 17/1999 staðfesti áfrýjunarnefnd ákvörðunina.