Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samkomulag um sértæka skuldaaðlögun

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 10/2011
  • Dagsetning: 24/3/2011
  • Fyrirtæki:
    • Samtök fjármálafyrirtækja
  • Atvinnuvegir:
    • Fjármálaþjónusta
    • Viðskiptabankaþjónusta
  • Málefni:
    • Undanþágur
  • Reifun

    Þann 3. desember 2010 var kynnt opinberlega viljayfirlýsing ríkisstjórnarinnar, fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Í yfirlýsingunni fólst áætlun um aðgerðir í þágu yfirveðsettra heimila, sértæka skuldaaðlögun ásamt leiðréttingu sjálfskuldaábyrgða og lánsveða og nýja vaxtaniðurgreiðslu af hálfu hins opinbera. Fram kom að aðgerðirnar byggja á eldra samkomulagi um verklagsreglur um sérstæka skuldaaðlögun einstaklinga sem gert var með sérstakri stoð í 2. gr. laga nr. 107/2009, um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins. Hefur það samkomulag ekki þótt duga sem skyldi og er breytingunum bæði ætlað að hraða úrlausn skuldavanda heimila og einstaklinga og auka skilvirkni þeirra úrræða sem í boði eru.