Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Brot Símans hf. með tilboði í 3G netlykil og áskrift

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 30/2011
  • Dagsetning: 20/9/2011
  • Fyrirtæki:
    • Síminn hf.
  • Atvinnuvegir:
    • Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
    • Farsímanet (grunnet og þjónusta)
  • Málefni:
    • Markaðsyfirráð
  • Reifun

    Síminn misnotaði markaðsráðandi stöðu sína með tilboðinu sem fyrirtækið gerði notendum sumarið 2009 í „3G netlykill og áskrift fyrir 0 kr. í allt sumar“. Er Símanum gert að greiða 60 milljónir króna í stjórnvaldssekt.

    Í umræddu tilboði Símans fólst að nýjum viðskiptavinum Símans í gagnaflutnings-þjónustu, þar sem 3G netlykill er notaður, var boðinn frír 3G netlykill og frí áskrift að þjónustunni í allt að þrjá mánuði gegn bindingu í viðskiptum í sex mánuði. Fjarskiptafyrirtækið Nova kvartaði til Samkeppniseftirlitsins yfir tilboðinu. Tók Samkeppniseftirlitið bráðabirgðaákvörðun dags. 2. júlí 2009, þar sem Símanum var bannað að bjóða umrætt tilboð.

    Í endanlegri ákvörðun, dags. 16. september sl., kemst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi verið með markaðsráðandi stöðu á viðkomandi markaði. Jafnframt er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að Síminn hafi misnotaði þá stöðu sína með undirverðlagningu í framangreindu tilboði. Í undirverðlagningu felst í aðalatriðum að markaðsráðandi fyrirtæki selur vöru eða þjónustu undir kostnaðarverði.

    Háttsemi Símans fólst í aðgerðum sem ekki gátu talist til eðlilegrar samkeppni í skilningi samkeppnislaga og er. Símanum gert að greiða 60 milljónir króna í stjórnvaldssekt.

Staða máls

Áfrýunarnefnd samkeppnismála

Úrskurðir