Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Ölgerðar Egils Skallagrímssonar ehf. á Mjöll-Frigg ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 42/2011
  • Dagsetning: 21/12/2011
  • Fyrirtæki:
    • Ölgerð Egils Skallagrímssonar ehf.
    • Mjöll-Frigg ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Ýmsar rekstrarvörur sem ekki eru tilgreindar annars staðar
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Þann 28. nóvember 2011 barst Samkeppniseftirlitinu tilkynning um kaup Ölgerðar Egils Skallagrímssonar ehf. á öllu hlutaféi Mjallar Frigg ehf. Í tilkynningunni kom fram að kaupin myndu eiga sér stað í tveimur þrepum, fyrst væri keypt 51% hlutafjár og eigi síðar en 1. mars 2014 væri 49% hlutafjár keypt. Auk þess kom fram að samrunaaðilar teldu að samruninn hefði engin skaðleg áhrif á samkeppni. Um væri að ræða markað fyrir hreingerningarvörur, samkeppnisaðilar væru fjölmargir og öflugir og aðgangshindranir litlar sem engar. Samkeppniseftirlitið telur að ekki sé ástæða til að aðhafast frekar vegna umrædds samruna á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005.