Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni L1022 ehf., Arion banka hf., Lýsingar ehf. og Sementsverksmiðjunnar ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 10/2012
  • Dagsetning: 18/4/2012
  • Fyrirtæki:
    • Arion banki hf.
    • L1022 ehf.
    • Lýsingar ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Byggingarþjónusta
    • Framleiðsla á byggingarefnum
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Þann 7. október 2011 barst Samkeppniseftirlitinu tilkynning um samruna L1022 ehf., Arion banka hf., Lýsingar hf. og Sementsverksmiðjunnar ehf. Eigendahópur L1022 ehf., sem fer með yfirráð í félaginu, samanstendur af nokkrum fyrirtækjum og einstaklingum sem sum hver tengjast þeim markaði sem Sementsverksmiðjan starfar á og taldi Samkeppniseftirlitið því að grípa þyrfti til íhlutunar svo samruninn gæti átt sér stað. Í ákvörðun þessari er ekki að finna beina íhlutun, enda var sátt gerð í tengslum við ákvörðun eftirlitsins í máli nr. 9/2012, Yfirtaka BMV Holding ehf. á BM Vallá ehf., enda eigendahópur að mestu skipaður sömu aðilum og í því máli. Vísast til ákvörðunarorða þeirrar ákvörðunar í tengslum við mál þetta.