Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Alfa hf. og Hnetu ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 25/2012
  • Dagsetning: 16/11/2012
  • Fyrirtæki:
    • Alfa hf.
    • Hneta ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Samgöngur og ferðamál
    • Ferðaþjónusta
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar kaup félagsins Alfa hf. á félaginu Hnetu ehf. Alfa á og rekur ferðaskrifstofuna Reykjavik Excursions en Hneta á og rekur Kynnisferðir sem er rekur og leigir hópferðabíla. Þessi tvö fyrirtæki voru eitt félag allt til janúar 2010 en þá var ferðaskrifstofuhlutinn seldur úr félaginu. Með þessum kaupum er verið að sameina þessi tvö fyrirtæki á nýjan leik. Athuganir Samkeppniseftirlitsins gefa ekki til kynna að samruninn muni raska samkeppni. Í ljósi þessa er það mat eftirlitsins að ekki sé ástæða til að aðhafast frekar vegna samrunans á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.