Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Ísaga ehf. og Strandmöllen ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 15/2013
  • Dagsetning: 17/5/2013
  • Fyrirtæki:
    • Strandmöllen ehf.
    • Ísaga ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Olíuvörur og gas
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Um er að ræða samruna Ísaga ehf. og Strandmöllen ehf. sem varð þannig að Ísaga tók yfir viðskiptasamninga og lausafé Strandmöllen, sem hvarf af markaði. Fyrirtækin störfuðu bæði við framleiðslu og sölu á gasi, markaður er nánar skilgreindur í ákvörðun. Með samrunanum myndast einokunarstaða á markaði þar sem Ísaga er eitt eftir. Samkeppniseftirlitið ákvað að efni standi ekki til að grípa til íhlutunar í samrunann en hefur lagt upplýsingaskyldu á Ísaga sem er í gildi í tvö ár.