Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup SF IV slhf. á Skeljungi hf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 02/2014
  • Dagsetning: 10/2/2014
  • Fyrirtæki:
    • Skeljungur hf.
    • SF IV slhf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Olíuvörur og gas
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar kaup framtakssjóðsins SF IV slhf. á olíufélaginu Skeljungi. Kaup SF IV á Skeljungi fela í sér samruna í skilningi 17. gr. samkeppnislaga. SF IV er samlagshlutafélag sem stofnað var af fjárfestum vegna kaupanna en stórir lífeyrissjóðir eru á meðal helstu eigenda félagsins. SF IV er með rekstrarsamning við Stefni hf. dótturfélag Arion banka en Arion banki er jafnframt á meðal stærstu hluthafa SF IV. Málinu lauk með sátt Samkeppniseftirlitsins við samrunaaðila þar sem þeir féllust á að samrunanum yrðu sett ákveðin skilyrði sem m.a. er ætlað að tryggja sjálfstæði Skeljungs sem keppinautar á eldsneytismarkaðnum.