Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Regins hf. og Klasa fasteigna ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 12/2014
  • Dagsetning: 30/4/2014
  • Fyrirtæki:
    • Regin hf.
    • Klasi fasteignir ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
    • Fasteignasala
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samruna Regins hf. og Klasa fasteigna ehf. Félögin starfa við útleigu á atvinnuhúsnæði og er Reginn eitt nokkurra stórra fasteignafélaga á markaðnum. Eignasafn félagsins eftir samrunann telur um 220.000 fermetra, stærstu eignir þess eru Smáralind og Egilshöll en auk þess á fyrirtækið dreift safn af verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Fyrirtækið telst ekki markaðsráðandi, hvorki fyrir né eftir samrunann, en markaðshlutdeild fyrirtækisins er að mati Samkeppniseftirlitsins um 20%. Eignasafn Klasa fasteigna er um 28.500 fermetrar og er eignasafn Regins um 190.000 fermetrar fyrir samrunann.

    Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að sumruninn muni ekki hafa skaðleg áhrif á samkeppni. Því eru ekki forsendur til aðhafast vegna samrunans á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.