Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Undanþága Vodafone og Nova vegna samstarfs um rekstur dreifikerfis

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 14/2015
  • Dagsetning: 22/5/2015
  • Fyrirtæki:
    • Nova ehf.
    • Vodafone
  • Atvinnuvegir:
    • Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
    • Farsímanet (grunnet og þjónusta)
  • Málefni:
    • Undanþágur
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur heimilað Vodafone og Nova að hafa með sér tiltekið samstarf um rekstur dreifikerfis fyrir farsímaþjónustu. Er félögunum heimilt að eiga sameiginlega sérstakt rekstrarfélag sem annast rekstur dreifikerfisins. Forsenda samstarfsins er að aðilar hafa gert sátt við Samkeppniseftirlitið um að hlíta ítarlegum skilyrðum sem vinna eiga gegn því að samstarf félaganna um rekstur dreifikerfisins raski samkeppni á mörkuðum fyrir farsímaþjónustu á bæði heildsölustigi og smásölustigi. Tilgangur samstarfsins er að ná fram hagræðingu í rekstri tiltekinni innviða í farsímakerfum og um leið að skapa fleiri valkosti og þar með aukna möguleika fyrir núverandi og nýja þjónustuaðila á markaði fyrir farsímaþjónustu á smásölustigi og stuðla þannig að frekari samkeppni á viðkomandi mörkuðum. Einnig er skapað tækifæri til betri nýtingar á fjárfestingum í undirliggjandi kerfum farsímaþjónustu.

    Gerð er krafa um að Vodafone og Nova verði virkir keppinautar á heildsölumarkaði fyrir farsímaþjónustu. Er sérstaklega horft til möguleika fyrir sýndarnetsaðila og endursöluaðila á farsímaþjónustu um aðgang á heildsölustigi. Skulu félögin gæta jafnræðis, hlutlægni og gagnsæis gagnvart þeim fjarskiptafyrirtækjum sem óska eftir slíkum aðgangi hjá félögunum. Megin tilgangur þessa skilyrðis er að tryggja virka samkeppni milli Vodafone og Nova á skilgreindum mörkuðum sem leiðir til fleiri valkosta fyrir núverandi og nýja þjónustuaðila á viðkomandi heildsölumarkaði til að bjóða farsímaþjónustu á smásölumarkaði. Gangi það eftir að virk samkeppni verði á milli Vodafone og Nova á heildsölumarkaði má ætla að aðrir keppinautar á smásölumarkaði geti öðlast hlutdeild í ávinningi af rekstrarhagræði samstarfsins.

Staða máls

Áfrýunarnefnd samkeppnismála

Úrskurðir