Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Endurskoðun á skyldu Arion banka hf. til að selja eignarhlut sinn í AFLi-sparisjóði ses.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 16/2015
  • Dagsetning: 4/6/2015
  • Fyrirtæki:
    • Arion banki
    • AFL Sparisjóður ses.
  • Atvinnuvegir:
    • Fjármálaþjónusta
    • Viðskiptabankaþjónusta
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 9/2015  sem birt var þann 8. maí sl. var tekin afstaða til yfirráða Arion banka hf. yfir AFLi-sparisjóðs ses. Grundvallaðist ákvörðunin á sátt sem Samkeppniseftirlitið og Arion banki gerðu með sér á grundvelli samkeppnislaga í framhaldi af því að bankinn hafði öðlast full yfirráð yfir sparisjóðnum. Var sáttin bundin tilteknum skilyrðum sem Arion banki skuldbatt sig til þess að fara eftir, s.s. að setja AFL-sparisjóð í söluferli.

    Í ákvörðun sem birt er í dag á heimasíðu eftirlitsins kemur fram að Samkeppniseftirlitið telji að forsendur fyrir frekari sölumeðferð á eignarhlut Arion banka í AFLi-sparisjóði, sbr. ákvörðun nr. 9/2015, hafi brostið. Þar af leiðandi séu ákvæði greinar 5.3 í ákvörðunarorðum hér með virk. Felur það í sér að ekki að hafa tekist samningar um sölu eignarhlutar Arion banka í AFLi innan sölutímabilsins þrátt fyrir að gripið hafi verið til nauðsynlegra sölutilrauna. Skal Arion banka því heimilt að grípa til nauðsynlegra ráðstafana, þ.m.t. kaupa á stofnfjárbréfum í eigu þriðju aðila, með það að markmiði að sameina AFL við Arion banka.