Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Yfirtaka Landsbanka hf. á Sparisjóði Norðurlands ses.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 23/2015
  • Dagsetning: 4/9/2015
  • Fyrirtæki:
    • Landsbanki Íslands hf.
    • Sparisjóður Norðurlands ses.
  • Atvinnuvegir:
    • Viðskiptabankaþjónusta
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samruna Landsbankans og Sparisjóðs Norðurlands. Samrunaaðilar eru keppinautar á fjármálamarkaði og er Landsbankinn eitt stærsta fjármálafyrirtæki landsins en Sparisjóður Norðurlands er stærstur þeirra sparisjóða sem enn eru starfandi. Um er að ræða láréttan samruna þar sem Landsbankinn tekur við öllum rekstri, eignum og skuldum sparisjóðsins. Að mati Samkeppniseftirlitsins hafa samrunaaðilar sýnt fram á að sjónarmiðum reglunnar um fyrirtæki á fallanda fæti (e. Failing firm defence) sé fullnægt í máli þessu. Í þess háttar tilvikum brestur eftirlitinu heimild til íhlutunar á samruna. Til þess að unnt sé að beita reglunni má ekki vera orsakasamhengi á milli samrunans og röskunar á samkeppni. Af gögnum málsins er ótvírætt að af óbreyttu mun sparisjóðurinn hverfa af markaði vegna fjárhagserfiðleika, íhlutun eftirlitsins á samruna þessum yrði því marklaus. Ítarleg rannsókn á málinu hefur leitt í ljós að engin önnur raunhæf lausn var til staðar en sá samruni sem hér er til umfjöllunar, því hefur Samkeppniseftirlitið hvorki forsendur né heimild til íhlutunar í máli þessu.