Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Lýsis hf. og Akraborgar ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 28/2015
  • Dagsetning: 13/10/2015
  • Fyrirtæki:
    • Lýsi hf
    • Akraborg ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Sjávarútvegur og fiskvinnsla
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar kaup Lýsis hf. á meirihluta hlutafjár í Akraborg ehf. Í kjölfar kaupana mun Lýsi fara með yfirráð yfir Akraborg í skilningi samkeppnislaga. Lýsi er fyrirtæki sem framleiðir lýsi og aðrar afurðir úr sjávarafla. Akraborg er fyrirtæki sem framleiðir einkum vöru úr þorsklifur sem niðursoðin er í neytendaumbúðir. Bæði fyrirtækin nýta fisklifur í framleiðslu sína og var markaðurinn fyrir öflun hráefnis sá markaður sem einkum kom til skoðunar í málinu. Við rannsókn málsins leitaði Samkeppniseftirlitið upplýsinga og sjónarmiða frá ýmsum hagsmunaaðilum, m.a. keppinautum og viðskiptavinum samrunaaðila. Sumir hagsmunaaðila lýstu yfir áhyggjum af mögulegum áhrifum samrunans á samkeppni, einkum á hráefnismarkaði. Í kjölfar rannsóknar málsins var það þó niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki væru forsendur til að grípa til íhlutunar vegna samrunans.

Tengt efni