Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Icepharma hf. og Lyfis ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 4/2018
  • Dagsetning: 24/1/2018
  • Fyrirtæki:
    • Icepharma hf.
    • Lyfis ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Lyf, stoðtæki (t.d. gleraugu) og tengdar vörur
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samruna Icepharma hf. og Lyfis ehf. Icepharma er sölu- og markaðsfyrirtæki sem selur lyf – aðallega frumlyf, hjúkrunarvörur, lækningatæki, heilsutengdar neytendavörur og íþróttavörur. Lyfis starfar sem umboðsaðili fyrir samheitalyfjaframleiðendur.  

    Samrunaaðilar starfa að stærstu leyti á ólíkum mörkuðum þótt starfsemi þeirra skarist á vissum undirmörkuðum lyfjamarkaðarins. Að undangenginni rannsókn er það mat Samkeppniseftirlitsins að ekki séu forsendur til íhlutunar í samrunann á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005.