Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Nova hf. og Símafélagsins ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 5/2018
  • Dagsetning: 15/2/2018
  • Fyrirtæki:
    • Nova ehf.
    • Símafélagið ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
    • Farsímanet (grunnet og þjónusta)
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar kaup Nova hf. á Símafélaginu ehf. Starfsemi Nova hf. felur aðallega í sér að veita farsímaþjónustu en meginstarfsemi Símafélagsins ehf. er rekstur fastanets í tengslum við talsíma- og Internetþjónustu. Af framangreindu má sjá að áherslur í starfsemi samrunaaðila er með nokkuð ólíkum hætti á fjarskiptamarkaði. Markmið með samrunanum er að sameina tvö fjarskiptafélög í eitt sem verði betur í stakk búið en áður til þess að láta að sér kveða í þjónustu við fyrirtæki, einstaklinga og heimili. Þá fái hið sameinaða félag aukin tækifæri til að ná árangri við að veita alhliða fjarskiptaþjónustu, þ.e. farsíma-, Internet- og eftir atvikum talsímaþjónustu. Samkeppniseftirlitið getur ekki séð út frá gögnum málsins að viðkomandi samruni leiði til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist eða að samruninn leiði til þess að samkeppni raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti, sbr. 17. gr. c. samkeppnislaga. Samkeppniseftirlitið telur að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna þessa samruna á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.