Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Ósk leigubílastöðvarinnar Hreyfils um áframhaldandi undanþágu frá bannákvæðum samkeppnislaga til að gefa út sameiginlegan ökutaxta fyrir leigubifreiðar sem aka undir merki stöðvarinnar.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 9/2018
  • Dagsetning: 15/3/2018
  • Fyrirtæki:
    • Hreyfill svf
  • Atvinnuvegir:
    • Samgöngur og ferðamál
    • Leigubílaþjónusta
  • Málefni:
    • Undanþágur
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur tekið ákvörðun, á grundvelli 15. gr. samkeppnislaga, um að heimila Hreyfli að gefa út hámarksökutaxta fyrir bifreiðastjóra sem aka undir merkjum leigubílastöðvarinnar. Heimildin er bundin tilteknum skilyrðum og gildir að hámarki til 1. apríl 2019. Í ákvörðuninni er fjallað um mat Samkeppniseftirlitsins á samkeppnishömlum sem núgildandi regluverk um markaðinn fyrir leigubílaþjónustu leiða af sér og bent á að endurskoða þurfi tiltekin ákvæði í lögum og reglum þannig að neytendur njóti ávaxta samkeppni á viðkomandi markaði. Bent er á að starfshópur sem skipaður hafi verið af Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu eigi að gera tillögur um breytingar á regluverki um leigubílaakstur sem stuðla skuli að góðu aðgengi neytenda að hagkvæmri, skilvirkri og öruggri leigubílaþjónustu, og verði að öðru leyti í samræmi við skuldbindingar íslenska ríkisins að EES-rétti.