Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup L1041 ehf. á 40% eignarhlut í ST eignarhaldsfélagi ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 22/2018
  • Dagsetning: 5/7/2018
  • Fyrirtæki:
    • ST eignarhaldsfélag ehf.
    • Bósi ehf.
    • L1041 ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Málefni:
    • Annað
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup L1041 ehf. á 40% eignarhlut í ST eignarhaldsfélagi ehf. L1041 er núverandi eigandi að 50% eignarhlut í ST eignarhaldsfélagi en það félag á 100% eignarhlut í Steypustöðinni ehf. Samkvæmt samrunaskrá er enginn eiginlegur rekstur í L1041 en eini tilgangur félagsins er starfsemi eignarhaldsfélags og fjárfestingar í hlutabréfum. L1041 er í eigu Mókolls ehf. Hinn 50% eigandi ST eignarhaldsfélags er Bósi ehf. (hér eftir Bósi) sem er í eigu F6569 ehf. Bósi á ekki hlut í öðrum félögum. Með samrunanum verður sú breyting á að L1041 fer með 90% eignarhlut í ST eignarhaldsfélagi og Bósi fer með 10% eignarhlut. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiddi í ljós að samkeppni er ekki að raskast með umtalsverðum hætti og hvorki er markaðsráðandi staða að myndast né slík staða að styrkjast. Að undangenginni rannsókn er það niðurstaða eftirlitsins að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna þessa samruna á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005.