Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Endurskoðun skilyrða samkvæmt ákvörðun samkeppnisráðs nr. 39/2003, sbr. ákvörðun nr. 23/2002, sem takmarka beinar markaðsaðgerðir Landssíma Íslands hf. gagnvart viðskiptavinum Dagsbrúnar hf. (Vodafone)

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 11/2006
  • Dagsetning: 31/3/2006
  • Fyrirtæki:
    • Dagsbrún hf. (Og Vodafone ehf.)
    • Landssími Íslands ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
  • Málefni:
    • Ólögmætt samráð
    • Markaðsyfirráð
  • Reifun

    Um forsögu máls þessa vísast til ákvarðana samkeppnisráðs nr. 39/2003 og nr. 23/2002, þar sem Landssíma Íslands hf. voru sett skilyrði um að fyrirtækið myndi ekki beita markaðsaðgerðum, sem hefðu það að markmiði að beina einstökum viðskiptavinum keppinauta fyrirtækisins á einstaklingsmarkaði fyrir talsímaþjónustu aftur í viðskipti við fyrirtækið. Í málinu tók Samkeppniseftirlitið m.a. til skoðunar hvort þær forsendur sem lagðar voru til grundvallar í fyrri ákvörðunum samkeppnisráðs hefðu breyst. Var það mat Samkeppniseftirlitsins að aðstæður á íslenskum fjarskiptamarkaði hefðu breyst frá töku ákvarðana nr. 39/2003, sbr. ákvörðun nr. 23/2002 , en í því sambandi var t.d. vísað til þess að staða keppinauta Landssímans hefði styrkst. Hins vegar taldi Samkeppniseftirlitið að markaðshlutdeild Landssímans á talsímamarkaði bæri vott um yfirburðastöðu á þeim markaði og var í því sambandi vísað til þess að það væri sá markaður sem á reyndi í málinu og skilyrði ákvörðunar nr. 39/2003, sbr. ákvörðun nr. 23/2002, lytu að. Var niðurstaða málsins sú að vegna þeirrar stöðu sem Landssíminn nyti á markaði fyrir talsímaþjónustu væru ekki forsendur til að fella niður skilyrði um takmarkanir Landsímans um beinar markaðsaðgerðir, sbr. ákvarðanir samkeppnisráðs nr. 39/2003 og nr. 23/2002.