Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Framlenging á gildistíma hámarksökutaxta sem Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra gefur út, vegna beiðnar leigubifreiðastöðvarinnar Hreyfils svf. um undanþágu frá bannákvæðum samkeppnislaga.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 15/2006
  • Dagsetning: 24/4/2006
  • Fyrirtæki:
    • Hreyfil svf.
    • Bandalag Íslenskra leigubifreiðastöðva
  • Atvinnuvegir:
    • Samgöngur og ferðamál
    • Leigubílaþjónusta
  • Málefni:
    • Ólögmætt samráð
    • Markaðsyfirráð
  • Reifun

    Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2006 kvað á um að hámarksökutaxti fyrir leigubifreiðar sem gefinn hefur verið út af BÍLS skyldi falla úr gildi. Þessi ákvörðun var staðfest  af áfrýjunarnefnd samkeppnismála.

    Beiðni barst frá leigubifreiðastöðinni Hreyfli um undanþágu fyrir sameiginlegan taxta stöðvarinnar. Í ljósi þess hve seint undanþágubeiðni barst frá Hreyfli var ekki unnt að ljúka nauðsynlegri athugun á erindi Hreyfils fyrir 1. maí 2006 en á þeim degi skyldi  hámarksökutaxti BÍLS  falla úr gildi. Í því ljósi og með hliðsjón af öflugri stöðu Hreyfils á markaðnum taldi Samkeppniseftirlitið nauðsynlegt að grípa til tímabundinna ráðstafana til að tryggja að sú staða sem upp var komin ylli ekki röskun á markaðnum. Ákvað Samkeppniseftirlitið því að framlengja gildistíma hámarksökutaxta BÍLS fyrir leigubifreiðar til 1. júlí 2006 en fyrir þann tíma skyldi Samkeppniseftirlitið taka afstöðu til beiðnar Hreyfils um undanþágu samkvæmt 15. gr. samkeppnislaga.