Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Erindi félagsins Hraðra handa vegna túlkaþjónustu Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 48/2006
  • Dagsetning: 12/12/2006
  • Fyrirtæki:
    • Hraðar hendur
    • Samksiptastöð heyrnarlausra og heyrnarskertra
  • Atvinnuvegir:
    • Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun Samkeppnisyfirvöldum barst erindi frá félaginu Hröðum höndum. Í erindinu var þess meðal annars óskað að mælt yrði um fjárhagslegan aðskilnað samkvæmt 14. gr. samkeppnislaga innan Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra. Í niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins kom meðal annars fram að um hlutverk Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra væri kveðið á um með ítarlegum hætti í lögum og reglum settum með stoð í þeim. Væri eitt lögbundinna hlutverka samskiptamiðstöðvarinnar að annast táknmálstúlkun fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Ekki væri um að ræða rekstur í frjálsri samkeppni. Af þessum sökum taldi Samkeppniseftirlitið ekki ástæðu til að grípa til aðgerða í málinu