Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Erindi Iceland Express ehf. vegna verðlagningar Icelandair ehf. á fargjöldum til Kaupmannahafnar og London

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 11/2007
  • Dagsetning: 30/3/2007
  • Fyrirtæki:
    • Iceland Express ehf.
    • Icelandair ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Samgöngur og ferðamál
    • Flugþjónusta
  • Málefni:
    • Markaðsyfirráð
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Icelandair hafi brotið gegn samkeppnislögum með því að misnota markaðsráðandi stöðu sína í áætlunarflugi á flugleiðunum milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar annars vegar og Keflavíkur og London hins vegar. Brotið átti sér stað á árinu 2004 þegar Icelandair bauð netfargjöld, svokallaða Netsmelli að upphæð 16.900 kr., í miklu magni til umræddra áfangastaða á verði sem ekki stóð undir kostnaði. Um er að ræða skaðlega undirverðlagningu í skilningi samkeppnislaga. Icelandair bauð umrædd ólögmæt netfargjöld u.þ.b. einu ári eftir að Iceland Express hóf áætlunarflug á milli umræddra áfangastaða í samkeppni við Icelandair. Samkeppniseftirlitið hefur með ákvörðun sinni gert Icelandair að greiða 190 milljónir króna sekt í ríkissjóð.

    Máli þessu var áfrýjað; sjá Úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 4/2007