Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Ólögmætt samráð innan Félags íslenskra hljómlistarmanna vegna útgáfu gjaldskrár fyrir organistadeild félagsins

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 5/2006
  • Dagsetning: 10/2/2006
  • Fyrirtæki:
    • Félag íslenskra hljómlistarmanna
    • Organistadeild Félags íslenskra hljómlistarmanna
  • Atvinnuvegir:
    • Mennta- og menningarmál
  • Málefni:
    • Ólögmætt samráð
  • Reifun Samkeppnisyfirvöld ákváðu að taka til athugunar gerð og birtingu samræmdrar gjaldskrár Félags íslenskra hljómlistarmanna fyrir organistadeild félagsins. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að gjaldskrá sem þessi fæli í sér verðsamráð og vísar m.a. til þess að þar sem gjaldskráin sé til þess fallin að hafa áhrif á verðlagningu keppinauta, án tillits til þess hvort hún sé leiðbeinandi eða bindandi, sé hún óheimil. Bent var á að það sé grundvöllur samkeppni að keppinautar taki sjálfstæða ákvörðun um verðlagningu vöru sinnar eða þjónustu. Var Félag íslenskra hljómlistarmanna því talið brotlegt gegn 12. gr., sbr. 10. gr. samkeppnislaga sættust þeir á að greiða stjórnvaldssekt.