Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kvörtun Átaks Heilsuræktar ehf. vegna leigu Akureyrarbæjar á húsnæði til Vaxtaræktarinnar ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 35/2009
  • Dagsetning: 19/10/2009
  • Fyrirtæki:
    • Akureyrarbær
  • Atvinnuvegir:
    • Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
    • Afþreying, íþróttir, happdrætti og fjárhættuspil
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið beindi þeim fyrirmælum til Akureyrarbæjar að bjóða út til leigu húsnæði í Íþróttahöllinni á Akureyri sem Vaxtarræktin ehf. leigir nú, við lok núgildandi leigutímabils eða fyrr, verði leigusamningi sagt upp fyrir þann tíma. Taldi Samkeppniseftirlitið þá niðurstöðu eðlilega með hliðsjón af fyrra áliti samkeppnisráðs nr. 3/2001, óljósra svara Akureyrarbæjar um kostnaðarverðsforsendur leiguupphæðar, auk óvissu um mögulegan áframhaldandi rekstur Vaxtarræktarinnar í núverandi húsnæði.