Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Saga film hf. og Storm ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 6/2006
  • Dagsetning: 10/2/2006
  • Fyrirtæki:
    • Saga film hf.
    • Storm ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
    • Aðrir fjölmiðlar
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitinu barst tilkynning um að Saga film hf. hefði keypt allt hlutafé í Storm ehf. Meginstarfsemi Saga film og Storm felst í framleiðslu á dagskrárefni fyrir sjónvarp og auglýsingum auk þess sem fyrirtækin sinna einnig skyldri starfsemi eins og t.d. leigu á tækjum og atburðastjórnun. Sá samruni sem hér um ræðir tengist nokkuð kaupum 365 ljósvakamiðla ehf. á Saga film en fjallað var um þann samruna í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 12/2005. Í því máli var niðurstaðan sú að staða Saga film á þeim markaði sem fyrirtækið starfaði á væri mjög sterk og jafnframt var talið að staða 365 ljósvakamiðla á hérlendum sjónvarpsmarkaði væri sterk en fyrirtækið hefur m.a. yfir að ráða miklu af eftirsóknarverðu efni fyrir sjónvarpsáhorfendur. Þessu lóðréttu tengsl á milli þessara tveggja öflugu fyrirtækja á þeim mörkuðum sem þau starfa á voru talin leiða til þess að staða minni fyrirtækja á viðkomandi mörkuðum veiktist auk þess sem möguleikar nýrra aðila til að komast inn á markaðina yrðu torveldari. Samrunanum voru því sett ítarleg skilyrði þar sem m.a. er kveðið á um fullan rekstrarlegan og stjórnunarlegan aðskilnað milli fyrirtækjanna. Samkeppniseftirlitið taldi hins vegar að þrátt fyrir að Saga film myndi við yfirtökuna á Storm styrkja stöðu sína á þeim mörkuðum sem fyrirtækið starfar á sé ekki næg ástæða til að grípa til íhlutunar umfram þau skilyrði sem samruna Saga film og 365 ljósvakamiðla voru sett í áðurnefndri ákvörðun. Var tekið fram að Samkeppniseftirlitið myndi hafa sérstakt eftirlit með því að þau skilyrðum yrði virt að öllu leyti.