Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kvörtun vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar um að hefja söfnun á pappírsúrgangi í samkeppni við einkaaðila með því að bjóða borgarbúum svokallaðar Bláar tunnur

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 69/2007
  • Dagsetning: 21/12/2007
  • Fyrirtæki:
    • Gámaþjónustan hf.
    • Reykjavíkurborg
  • Atvinnuvegir:
    • Umhverfismál
    • Sorp (hirðing og eyðing)
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Í málinu var kvartað undan rekstri  Reykjavíkurborgar á endurvinnslutunnum fyrir heimili, svokölluðum Bláum tunnum, í samkeppni við aðra aðila á sama markaði.  Í tunnur þessar megi setja dagblöð, tímarit, markpóst og annan prentpappír. Taldi kvartandi að sökum stöðu Reykjavíkurborgar myndi þessi rekstur hafa neikvæð áhrif á samkeppni. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að ekki væru fyrir hendi lagaskilyrði til íhlutunar vegna rekstrar Reykjavíkurborgar sökum þess að reksturinn félli innan lögbundinna skylduverkefna sveitafélaga.   Í ákvörðunni kemur hins vegar fram það mat Samkeppniseftirlitsins að komið hefðu fram vísbendingar í málinu um að rekstur Reykjavíkurborgar á Bláu tunnunum raskaði samkeppni á markaði fyrir sorphirðu.  Hendur eftirlitsins væru hins vegar bundnar vegna þeirra hlutverka tengdum sorphirðu sem sveitastjórnum er falið með lögum og fordæma áfrýjunarnefndar samkeppnismála.    Samkeppniseftirlitið áskyldi sér þó rétt til þess að taka síðar til athugunar hvort ástæða sé til þess að beina áliti til Reykjavíkurborgar á grundvelli c.liðar 1. mgr. 8. gr.

     

     

Staða máls

Áfrýunarnefnd samkeppnismála

Úrskurðir