Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Álit

Skipulag, lóðaúthlutanir og samkeppni

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 3/2009
  • Dagsetning: 16/12/2009
  • Fyrirtæki:

    Engin fyrirtæki finnast

  • Atvinnuvegir:
    • Umhverfismál
  • Málefni:

    Engin málefni finnast

  • Reifun

    Í áliti nr. 3/2009 Skipulag, lóðaúthlutanir og samkeppni beinir Samkeppniseftirlitið því til umhverfisráðherra að beita sér fyrir breytingum á ákvæðum skipulags- og byggingarlaga til að tryggja að horft sé til samkeppnissjónarmiða við skipulag og úthlutun lóða. Jafnframt beinir Samkeppniseftirlitið því til sveitarfélaga á Íslandi að hafa átta meginreglur til hliðsjónar við skipulagsmál og úthlutun lóða. Í þeim er m.a. mælst til að lagt sé samkeppnislegt mat á skipulag hverfa, að úthlutun lóða fari fram með útboði eða öðrum gagnsæjum hætti, að gerðar verði ráðstafanir til þess að ný eða smærri fyrirtæki fái lóðir fyrir atvinnustarfsemi sína og að sveitarfélög beiti sér gegn samkeppnishamlandi kvöðum í lóðarleigusamningum.

    Í álitinu kemur fram að löggjafinn, sveitarfélög eða önnur yfirvöld hafi ekki markað sér skýra stefnu um áhrif samkeppnissjónarmiða á gerð og framkvæmd skipulagsáætlana og við einstakar lóðaúthlutanir sveitarfélaga. Reynslan sýnir að það getur haft töluverð áhrif á samkeppnisaðstæður hvernig skipulagsmálum og lóðaúthlutunum er háttað. Vísað er í álitinu m.a. í skýrslu Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2008, Öflug uppbygging – opnun markaða og efling atvinnulífs, en þar er að finna ítarlega umfjöllun um skipulagstilvik á matvörumarkaði, olíumarkaði og sjóflutningamarkaði, sem ætla má að falið hafi í sér röskun á samkeppni. Þá eru dregin fram almenn dæmi sem sýna að samkeppnissjónarmið þurfa að fá ríkari sess við skipulag og lóðaúthlutanir.

    Sjá einnig bréf til eftirfylgni 2/2016