Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Úrskurðir áfrýjunarnefndar

Stoð hf. gegn Samkeppniseftirlitinu

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 01/2014
  • Dagsetning: 14/5/2014
  • Fyrirtæki:
    • Stoðtækjasmíðjan Stoð h.f
    • Össur hf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Lyf, stoðtæki (t.d. gleraugu) og tengdar vörur
  • Málefni:

    Engin málefni finnast

  • Reifun Stoð hf. stoðtækjasmíði kærði ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, frá 12. febrúar 2014, til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.

    Í hinni kærðu ákvörðun ákvað Samkeppniseftirlitið að aðhafast ekki frekar á grundvelli kvörtunar áfrýjanda vegna ætlaðrar misnotkunar Össurar hf. á markaðsráðandi stöðu sinni. Áfrýjandi krefst þess að hin kærða ákvörðun verði felld úr gildi.

    Kröfu Stoðar hf., um að fella úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá 12. febrúar 2014 um að aðhafast ekki frekar vegna erindis áfrýjanda, er hafnað.