22.10.2007

Samkeppniseftirlitið áfrýjar héraðsdómi um vanhæfi forstjóra

heradsdomur_reykjavik_logo_549331046Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 18. október sl., í máli Mjólkursamsölunnar ehf., Auðhumlu svf. og Osta- og smjörsölunnar sf. gegn Samkeppniseftirlitinu, er komist að þeirri niðurstöðu að Páli Gunnari Pálssyni, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, sé skylt að víkja sæti við meðferð stjórnsýslumáls þess sem hófst með húsleit hjá umræddum fyrirtækjum þann 5. júní sl.

Samkeppniseftirlitið getur ekki unað dóminum og hefur því ákveðið að áfrýja honum til Hæstaréttar.  Lögmaður Samkeppniseftirlitsins í málinu er Kristinn Bjarnason hrl.

Dómur Héraðsdóms.