18.4.2011

Mikill áhugi á störfum hjá Samkeppniseftirlitinu

Skrifstofa_madur_ad_storfumNýverið auglýsti Samkeppniseftirlitið laus til umsóknar störf lögfræðings, hagfræðings og sumarstarf við skjalavörslu. Mikill áhugi var á þessum störfum og vill Samkeppniseftirlitið koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem sóttu um. Capacent sér um úrvinnslu á störfum hagfræðings og lögfræðings og verða einstaklingar kallaðir í viðtöl til þeirra eftir að úrvinnsla umsókna hefst. Varðandi sumarstarfið þá verða einstaklingar kallaðir til viðtals í Samkeppniseftirlitið á næstu dögum.

Það er markmið Samkeppniseftirlitsins að hjá því starfi úrvalsfólk með mikla þekkingu og reynslu á ýmsum sviðum. Samkeppniseftirlitið leggur mikla áherslu á faglegar ákvarðanir í öllum mannaráðningum sem og að ráða ávallt hæfasta einstaklinginn sem völ er á hverju sinni. Einstaklingum er á hverjum tíma velkomið að senda ferilskrá og starfsumsókn á netfangið samkeppni@samkeppni.is.