17.8.2011

Office of Fair Trading í Bretlandi sektar ákveðnar matvöruverslanir og mjólkurframleiðendur um 9,3 milljarða

Office of Fair Trading (OFT) í Bretlandi sektaði nýverið matvöruverslanir og mjólkurframleiðendur um 49,51milljónir punda sem gera rúmlera 9,3 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi.

OFT komst að þeirri niðurstöðu að Arla, Asda, Dairy Crest, McLelland, Safeway, Sainsbury‘s, Tesco, The Cheese Company og Wiesman hefðu gróflega brotið samkeppnislög með ólögmætu verðsamráði á ákveðnum mjólkurafurðum á árunum 2002 og 2003. Sektaði OFT því þessi fyrirtæki samtals um tæplega 50 milljónir punda. Nokkur fyrirtækjanna fengu sektir lækkaðar vegna samvinnu við rannsókn málsins.

Sjá nánar á vef Office of Fair Trading.