20.12.2013

Dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verður áfrýjað til Hæstaréttar

Mynd úr stórmarkaðiÍ febrúar 2012 staðfesti áfrýjunarnefnd samkeppnismála þá niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins að kjötvinnslufyrirtækin Síld og fiskur ehf. og Matfugl ehf. hefðu brotið gegn banni samkeppnislaga við ólögmætu samráði með því að hafa við Bónus nána samvinnu um smásöluverð Bónuss og afslætti frá því. Einnig var staðfest sú niðurstaða að rétt hafi verið að leggja sekt á Langasjó ehf. vegna þessara brota. Síld og fiskur og Matfugl eru 100% í eigu Langasjávar og það því móðurfélag þeirra. Í samkeppnisrétti er að öllu jöfnu litið á móður- og dótturfélag sem er alfarið í eigu þess sem eitt og sama fyrirtækið.

Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag er komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið heimilt að leggja sekt á Langasjó. Eðlilegra hefði verið að leggja hana á dótturfélögin. Var úrskurður áfrýjunarnefndar felldur úr gildi.

Samkeppniseftirlitið er ósammála lagatúlkun og forsendum héraðsdóms og muni því skjóta málinu til Hæstaréttar.