8.7.2008

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála úrskurðar að Orkuveitu Reykjavíkur sé óheimilt að eiga meira en 10% hlut í Hitaveitu Suðurnesja

Mynd: Merki Orkuveitu ReykjavíkurHafnarfjarðarbær og Orkuveita Reykjavíkur (OR) kærðu til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 23/2008 Kaup Orkuveitu Reykjavíkur á hlut í Hitaveitu Suðurnesja. Í hinni kærðu ákvörðun var komist að þeirri niðurstöðu að eignarhald OR á stórum hlut í Hitaveitu Suðurnesja (HS), öflugum keppinauti sínum, myndi hafa skaðleg áhrif á samkeppni. Mælti Samkeppniseftirlitið fyrir um að OR skyldi selja af eignarhlut sínum þannig að félagið ætti ekki meira en 3% af heildarhlutafé í HS.

Með úrskurði sínum staðfestir áfrýjunarnefnd samkeppnismála ákvörðun Samkeppniseftirlitsins með þeirri breytingu að OR væri óheimilt að eiga hlut sem næmi 10% eða meiri. Var fresti til þess að fullnægja skilyrðum ákvörðunarinnar jafnframt breytt. Hægt er að nálgast úrskurðinn hér.

Úrskurður nr. 7/2008.