3.4.2001

Samkeppnisráð sektar fyrirtæki á grænmetis- og ávaxtamarkaði fyrir ólöglegt samráð um verð og markaðsskiptingu

Samkeppnisráð hefur með ákvörðun sinni þann 30. mars sl. sektað þrjú fyrirtæki sem annast hafa heildsöludreifingu á grænmeti og ávöxtum um samtals 105 milljónir króna, fyrir að hafa með alvarlegum hætti brotið bann samkeppnislaga við verðsamráði og markaðsskiptingu. Er þetta í fyrsta sinn sem samkeppnisráð beitir sektarheimildum samkeppnislaga en samkomulag milli fyrirtækja um verð og skiptingu markaða er með alvarlegustu samkeppnishömlum fyrirtækja. Að mati samkeppnisráðs felur slík hegðun í raun í sér samsæri gegn neytendum sem veldur þeim tjóni, þar sem þeir þurfa að greiða hærra verð en ella fyrir viðkomandi vöru.

Fréttatilkynning á PDF formi (PDF skjal - Opnast í nýjum glugga).