Með bréfi Einars Þórs Sverrissonar hrl., dags. 28. október 2008 sem barst Samkeppniseftirlitinu þann 3. nóvember, var tilkynnt að Myndform ehf. hefði keypt 50% alls hlutafjár í Þrjúbíói ehf. sem áður hafi að fullu verið í eigu Senu ehf. (hér eftir Sena). Bréfinu fylgdu upplýsingar um samrunann.
Með bréfi Samkeppniseftirlitsins, dags. 2. desember 2008, var málsaðilum tilkynnt að eftirlitið teldi ástæðu til frekari rannsóknar á samkeppnislegum áhrifum samrunans, sbr. 4. mgr. 17. gr. samkeppnislaga. Upphaf 70 daga frests samkeppnisyfirvalda til að taka afstöðu til samrunans miðast því við þann dag, sbr. sama lagaákvæði.
15 / 2009
Myndform ehf.
Afþreyingarvörur (hljóm- og mynddiskar)
Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
Samrunamál
"*" indicates required fields