Mannauður

Samkeppniseftirlitið byggir afl sitt og getu fyrst og fremst á mannauði, þ.e. hæfu og reyndu starfsfólki og jafnframt aðgangi að hæfustu sérfræðingum á sínu sviði, t.d. með góðum tengslum við háskóla- og fræðasamfélagið. Mikil áhersla er lögð á að Samkeppniseftirlitið sé í aðstöðu til að laða að sér og halda í gott starfsfólk. Lykillinn að því er að rekin sé kerfisbundin og markviss starfsmannastefna þar sem áhersla er m.a. lögð á:

  1. starfsánægju með mótun spennandi starfa, jafnvægi milli vinnu og einkalífs og samkeppnishæfum starfskjörum
  2. starfsþróun með reglulegum starfsmannasamtölum og framkvæmd símenntunarstefnu
  3. þekkingaruppbyggingu, með því að flétta saman yfirsýn og sérhæfingu
  4. árangur í starfi, sem leiðir af öllu framangreindu
  • Jafnlaunavottun_adalmerki_2021_2024_f_ljosan_grunn
  • Mannaudshugsandi-vinnustadur-1