Samkeppni Logo

Hvað er að SKE?

Virkni samkeppni

Flest ríki telja æskilegt að virk samkeppni ríki á sem flestum sviðum atvinnulífsins. Ástæðan er í hnotskurn sú að meginþorri hagfræðikenninga styður eindregið að samkeppni í viðskiptum sé mjög æskileg þar sem hún auki velferð neytenda og stuðli að hagkvæmni í atvinnulífinu.

Samþjöppun og markaðsyfirráð

Hugtakið „samþjöppun“ (e. concentration) á uppruna sinn í atvinnuvegahagfræði og vísar til þess hvernig starfsemi á tilteknum markaði deilist niður á fyrirtækin sem þar starfa. Mikil samþjöppun bendir almennt til fremur takmarkaðrar samkeppni en lítil samþjöppun til mikillar samkeppni.

Aðgangs-hindranir

Það fylgir því venjulega einhver kostnaður og fyrirhöfn fyrir fyrirtæki að hefja starfsemi á nýjum markaði, en slíkt er talað um sem aðgangshindranir. Ef engar aðgangshindranir eru til staðar á markaði er viðbúið að ný fyrirtæki komi og hefji starfsemi á honum um leið og hagnaðartækifæri gefast.

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.