Fréttayfirlit

Fyrirsagnalisti

19.4.2023 : Samkeppniseftirlitið óskar sjónarmiða vegna greiningar á ábata af íhlutun eftirlitsins

Samkeppniseftirlitið hefur áður látið greina ábata af starfsemi sinni, en nú er fyrirhugað að formfesta matið betur og útfæra það með nákvæmari hætti. Er ráðgert að birta niðurstöður ábatamats árlega.

18.4.2023 : Starf hagfræðings hjá Samkeppniseftirlitinu laust til umsóknar

Samkeppniseftirlitið auglýsir eftir öflugum hagfræðingi í fullt starf sem hefur brennandi áhuga á samkeppnismálum. Viðkomandi mun í störfum sínum vinna náið með aðalhagfræðingi og sérfræðingum stofnunarinnar. Umsóknarfrestur er til og með 26. apríl 2023.

17.4.2023 : Samkeppniseftirlitið óskar eftir sjónarmiðum vegna athugunar á stjórnunar- og eignatengslum fyrirtækja í sjávarútvegi – Upplýsingasíða opnuð

Í október síðastliðnum greindi Samkeppniseftirlitið frá ákvörðun um að hefja athugun á stjórnunar- og eignatengslum í íslenskum sjávarútvegi. Vegna athugunarinnar hefur Samkeppniseftirlitið nú opnað upplýsingasíðu á heimasíðu sinni auk þess sem sjónarmiða er óskað. 

4.4.2023 : Arion banki viðurkennir brot á banni við uppgreiðslugjöldum á lánum til lítilla fyrirtækja og greiðir 80 milljónir í sekt

Samkeppniseftirlitið hefur í dag gert sátt við Arion banka, þar sem bankinn viðurkennir að hafa brotið gegn banni við uppgreiðslugjöldum á lánum til lítilla fyrirtækja og greiðir 80 milljónir króna í sekt.

23.3.2023 : Samkeppniseftirlitið óskar eftir sjónarmiðum vegna kaupa Ljósleiðarans á stofnneti og tengdum búnaði af Sýn

Samkeppniseftirlitið hefur til rannsóknar fyrirhuguð kaup Ljósleiðarans ehf. á stofnneti og tengdum búnaði af Sýn hf. Þeim sem þess óska er hér með boðið að koma á framfæri skriflegum sjónarmiðum um samrunann og aðrar athugasemdir sem geta skipt máli við rannsóknina.

25.2.2023 : Vegna fréttar í Morgunblaðinu um að ekki verði af sölu Gunnars til KS

Endanleg tímalengd málsmeðferðar ræðst meðal annars af mögulegum skaðlegum áhrifum samruna og umfangi máls. Í fyrra, árið 2022, lauk fjölmörgum samrunamálum hjá Samkeppniseftirlitinu á fyrsta fasa og á nokkrum vikum, enda þá ekki nánir keppinautar að sameinast.

23.2.2023 : Hagfræðinemar - Sumarstarf hjá Samkeppniseftirlitinu

Samkeppniseftirlitið auglýsir eftir hagfræðinema til starfa nú í sumar. Viðkomandi mun í störfum sínum vinna með aðalhagfræðingi og sérfræðingum stofnunarinnar. Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2023.

15.2.2023 : Rannsóknir samrunamála - tímafrestir og rannsóknarefni

Samrunarannsóknir eru háðar lögbundnum tímafrestum. Það þýðir að Samkeppniseftirlitið hefur fyrirfram ákveðinn tíma til ljúka rannsókn eftir að fullbúinni samrunatilkynningu hefur verið skilað inn.

2.2.2023 : Verðhækkanir og samkeppni - upplýsingasíða kynnt

Á fundi í dag var upplýsingasíðan kynnt sérstaklega fyrir ráðherra. Jafnframt var vinna eftirlitsins kynnt frekar og áherslur á þessu sviði ræddar. 

26.1.2023 : Samkeppniseftirlitið ógildir kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars

Að mati Samkeppniseftirlitsins hefði samruninn haft alvarlegar afleiðingar fyrir samkeppni, viðskiptavinum og neytendum til tjóns.

9.1.2023 : Ábati af samkeppniseftirliti í Evrópu þúsundir milljarða á ári hverju

Áætlað er að beinn ábati hafi á tímabilinu numið á bilinu 12 til 21 milljarði evra á ári hverju eða sem nemur um það bil tvö til þrjú þúsund milljörðum króna.

22.12.2022 : Verðhækkanir og eftirlit með mögulegum samkeppnisbrestum

Samkeppniseftirlitið hefur opnað upplýsingasíðu þar sem haldið er utan um upplýsingar, aðgerðir og sjónarmið sem tengjast verðhækkunum á íslenskum mörkuðum og samkeppnisbrestum sem kunna að koma í ljós við ríkjandi efnahagsaðstæður.  

21.12.2022 : Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd birtir álit um stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar

Á heimasíðu Alþingis hefur verið birt nefndarálit meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á Samkeppniseftirlitinu. Í tilefni af álitinu hefur verkefnaáætlun SE og upplýsingasíða nú verið uppfærð.

20.12.2022 : Samkeppniseftirlitið birtir ákvörðun vegna laxeldis samruna

Samkeppniseftirlitið hefur birt rökstudda ákvörðun sína þar sem fram koma sjónarmið varðandi alþjóðlegan samruna SalMar og NTS, sem hefði meðal annars leitt til samruna Arnarlax og Arctic Fish. 

15.12.2022 : Vegna viðtals í Morgunblaðinu í tilefni af rannsókn Samkeppniseftirlitsins á kaupum KS á Gunnars majónesi

Í þágu upplýstrar umræðu um meðferð samkeppnismála er óhjákvæmilegt að koma ákveðnum atriðum á framfæri vegna rannsóknar Samkeppniseftirlitsins á kaupum KS á Gunnars.

13.12.2022 : Samkeppniseftirlitið leggst gegn frumvarpsdrögum um undanþágur frá samkeppnislögum til handa afurðastöðvum í kjötiðnaði

Samkeppniseftirlitið leggst gegn þeim hugmyndum sem fram koma í frumvarpdrögum matvælaráðuneytisins, þess efnis að veita sláturleyfishöfum víðtæka undanþágu frá grunnreglum samkeppnislaga.

7.12.2022 : Samkeppniseftirlitið birtir samkeppnisvísa

Samkeppniseftirlitið hefur í dag birt á vefsíðu sinni samkeppnisvísa (e. competition indicators) sem gefa vísbendingar um hvernig samkeppnisaðstæðum er háttað hér á landi. Þar sem við á er staða Íslands borin saman við níu samanburðarlönd.

5.12.2022 : Héraðsdómur Reykjavíkur staðfestir úrskurð um ógildingu samruna á markaði fyrir myndgreiningarþjónustu

Samrunaaðilar skutu úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla og með dómi sínum í dag staðfesti Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurð áfrýjunarnefndar.

1.12.2022 : Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samruna Kaupfélags Skagfirðinga, Háa Kletts og Gleðipinna – óskað eftir sjónarmiðum

Samkeppniseftirlitið hefur til rannsóknar fyrirhuguð kaup Kaupfélags Skagfirðinga og Háa kletts ehf. á Gleðipinnum hf. Þeim sem þess óska er hér með boðið að koma á framfæri skriflegum sjónarmiðum sem geta skipt máli við rannsóknina.

21.11.2022 : Héraðsdómur snýr úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála

Héraðsdómur Reykjavíkur sneri úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá 2. desember 2021 og komst að þeirri niðurstöðu að Samskip hafi lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn áfrýjunarnefndar um tiltekin atriði í sátt Eimskips við Samkeppniseftirlitið frá 16. júní 2021.

Síða 1 af 36