Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Úrlausnir

Ákvarðanir

Málsnúmer 4/2008 Sækja skjal
Heiti Brot Greiðslumiðlunar hf., Kreditkorts hf. og Fjölgreiðslumiðlunar hf. á bannákvæðum samkeppnislaga
Dagsetning 11/1/2008
Fyrirtæki
  • Greiðslukort
  • Kreditkort
  • Fjölgreiðslumiðlun
Atvinnuvegir
  • Fjármálaþjónusta
Málefni
  • Ólögmætt samráð
Reifun

Í kjölfar rannsóknar Samkeppniseftirlitsins hafa Greiðslumiðlun hf. (nú Valitor), Kreditkort hf. (nú Borgun) og Fjölgreiðslumiðlun hf. gert sátt við Samkeppniseftirlitið. Í sáttum þessum felst að Greiðslumiðlun viðurkennir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína með aðgerðum sem beindust að nýjum keppinauti (PBS/Kortaþjónustan). Í sáttunum felst einnig að Greiðslumiðlun og Kreditkort viðurkenna að hafa haft með sér langvarandi og víðtækt ólögmætt samráð. Tók Fjölgreiðslumiðlun að hluta til þátt í því. Í sátt Fjölgreiðslumiðlunar er einnig viðurkennt að félagið hafi brotið gegn banni samkeppnislaga við samkeppnishömlum samtaka fyrirtækja. Fallast fyrirtækin á að greiða stjórnvaldssektir vegna þessa og breyta starfsemi sinni og háttsemi á markaði. Sekt Greiðslumiðlunar er 385 mkr., sekt Kreditkorts 185 mkr. og sekt Fjölgreiðslumiðlunar 165 mkr.

Staða máls

Áfrýunarnefnd samkeppnismála

Úrskurðir

Héraðsdómur

Dómur

Enginn dómur finnst

Hæstiréttur

Dómur

Enginn dómur finnst

Til baka


Tungumál
Áskrift

Póstlisti Samkeppniseftirlitsins