Áfrýjunarnefnd samkeppnismála

SE_ICA_img_0100Ákvörðunum Samkeppniseftirlitsins má áfrýja til sérstakrar nefndar, áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Skrifleg rökstudd kæra skal berast nefndinni innan fjögurra vikna frá því að aðila máls var tilkynnt um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Með kæru til áfrýjunarnefndar skal fylgja málskotsgjald að upphæð 200.000 kr. sem rennur í ríkissjóð. Ef málið vinnst fyrir nefndinni er málskotsgjaldið endurgreitt.  Áfrýjunarnefnd samkeppnismála tekur kæru ekki til meðferðar nema málskotsgjald fylgi. Samkvæmt samkeppnislögum skal úrskurður áfrýjunarnefndar liggja fyrir innan sex vikna frá áfrýjun. Áfrýjun frestar hins vegar ekki gildistöku ákvarðana Samkeppniseftirlitsins.

Í áfrýjunarnefnd samkeppnismála sitja þrír menn og jafnmargir til vara, skipaðir af viðskiptaráðherra eftir tilnefningu Hæstaréttar. Formaður og varamaður hans, sem jafnframt er varaformaður, skulu uppfylla hæfisskilyrði hæstaréttardómara, en aðrir nefndarmenn skulu hafa faglega kunnáttu á sviði samkeppnis- og viðskiptamála. Skipunartími áfrýjunarnefndar er hinn sami og skipunartími stjórnar Samkeppniseftirlitsins.

Málsmeðferðarreglur áfrýjunarnefndar, uppfærðar apríl 2022.

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála er skipuð þannig, frá og með 5. ágúst 2021:

Björn Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður, formaður.
Anna Kristín Traustadóttir, löggiltur endurskoðandi.
Kristín Benediktsdóttir, lektor.

Varamenn

Lárus L. Blöndal, hæstaréttarlögmaður, varaformaður.
Brynhildur Benediktsdóttir, hagfræðingur.
Jóna Björk Helgadóttir, hæstaréttarlögmaður.

Ritari áfrýjunarnefndar

Unnur L. Hermannsdóttir, hdl.

Netfang nefndarinnar

afryjun.samkeppni(hjá)afns.is
Símanúmer  849 1309
Fax  530 1801

Kærur til áfrýjunarnefndar sendist á netfang nefndarinnar eða á skrifstofu formanns.

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála
c/o Björn Jóhannesson, formaður áfrýjunarnefndar

Skipholti 50d, 4. hæð (Megin lögmannsstofa)

105 Reykjavík