Samkeppniseftirlitið byggir afl sitt og getu fyrst og fremst á mannauði, þ.e. hæfu og reyndu starfsfólki og jafnframt aðgangi að hæfustu sérfræðingum á sínu sviði, t.d. með góðum tengslum við háskóla- og fræðasamfélagið. Mikil áhersla er lögð á að Samkeppniseftirlitið sé í aðstöðu til að laða að sér og halda í gott starfsfólk. Lykillinn að því er að rekin sé kerfisbundin og markviss starfsmannastefna þar sem áhersla er m.a. lögð á:

  • Starfsánægju með mótun spennandi starfa, jafnvægi milli vinnu og einkalífs og samkeppnishæfum starfskjörum
  • Starfsþróun með reglulegum starfsmannasamtölum og framkvæmd símenntunarstefnu
  • Þekkingaruppbyggingu, með því að flétta saman yfirsýn og sérhæfingu
  • Árangur í starfi, sem leiðir af öllu framangreindu

Starfsfólk

Árný Jónína Guðmundsdóttir

Sérfræðingur

Ásgeir Einarsson

Aðstoðarforstjóri

Birna Arnardóttir

Í leyfi

Brynja Jónbjarnardóttir

Hagfræðingur

Brynja Magnúsdóttir

Aðstoðarmaður sérfræðinga

Brynjólfur Sigurðsson

Sérfræðingur

Eva Ómarsdóttir

Verkefnastjóri

Eyjólfur Sigurðsson

Sérfræðingur

Eyrún Björk Gestsdóttir

Skjalastjóri

Guðmundur Haukur Guðmundsson

Verkefnastjóri

Hafsteinn Gauti Ágústsson

Sérfræðingur

Halldór Hallgrímsson Gröndal

Verkefnastjóri

Hulda Hákonardóttir

Verkefnastjóri

Karítas Margrét Jónsdóttir

Rekstrarstjóri

Magnús Þór Kristjánsson

Verkefnastjóri

Matthías Davíðsson

Sérfræðingur

Ólafur Freyr Þorsteinsson

Sérfræðingur

Ólafur Sigmundsson

Sérfræðingur

Páll Gunnar Pálsson

Forstjóri

Sigrún Eyjólfsdóttir

Sérfræðingur

Snædís Björt Agnarsdóttir

Sérfræðingur

Steingrímur Ægisson

Verkefnastjóri

Telma Dögg Hallsdóttir

Lögfræðingur

Valur Þráinsson

Aðalhagfræðingur

Stefnur

Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að starfsfólk þess búi yfir góðri þekkingu og reynslu sem nýtist í starfi. Menntun er auðlind og öflun þekkingar er fjárfesting til framtíðar sem eykur bæði hag starfsfólks og Samkeppniseftirlitsins. Vegna síbreytilegs samkeppnisumhverfis og framþróunar samkeppnisréttar er nauðsynlegt að starfsfólk viðhaldi og auki við þekkingu sína. Slíkt eykur hæfni starfsfólks til að gegna störfum sínum og eykur starfsánægju. Frumkvæði starfsmanna og metnaður í fræðslu er lykill að árangri.

Til að stuðla að ofangreindu setur Samkeppniseftirlitið sér símenntunarstefnu sem felst m.a. í því að starfsfólk er hvatt til að viðhalda fagþekkingu sinni með símenntun og afla sér viðbótarþekkingar sem nýtist sem best í starfi.

Starfsfólki bjóðast margvíslegar leiðir til símenntunar og öflunar viðbótarþekkingar. Þær geta m.a. verið fólgnar í því að sækja námskeið og fyrirlestra á sviði samkeppnisréttar auk þátttöku á ráðstefnum og alþjóðlegum vinnuhópum. Þá getur starfsmönnum Samkeppniseftirlitsins staðið til boða tímabundið leyfi til m.a. framhaldsnám og vistaskipti hjá systurstofnunum erlendis. Samkeppniseftirlitið mun tryggja að það búi yfir öflugum bókakosti um samkeppnismál og úrvali af tengdum fræðigreinum auk þess sem eftirlitið er áskrifandi að tímaritum og fræðsluritum á sviði samkeppnisréttar.

Sérstök þriggja manna nefnd, fræðslunefnd, hefur í samráði við forstjóra umsjón með framkvæmd símenntunarstefnu Samkeppniseftirlitsins. Nefndin er skipuð af forstjóra eftirlitsins.

Nánari skýringar á leiðum til símenntunar:

Bækur og fræðirit
Samkeppniseftirlitið leggur mikla áherslu á að búa yfir öflugum bókakosti á sviði samkeppnismála og samkeppnisréttar. Tryggja skal að í bókasafni eftirlitsins sé ávallt að finna nýjustu fræðirit og tímarit á þessu sviði. Einnig skal starfsmönnum tryggður aðgangur að rafrænum gagnasöfnum eftir því sem þarf. Starfsmenn skulu, hver á sínu sviði, fylgjast með og hafa frumkvæði að því að viðhalda ritkosti Samkeppniseftirlitsins, og koma tillögum þar að lútandi á framfæri við fræðslunefnd.

Námskeið, ráðstefnur og fyrirlestrar
Samkeppniseftirlitið hvetur starfsmenn sína til að fylgjast með þeim námskeiðum, ráðstefnum og fyrirlestrum (hér eftir nefnt í einu lagi námskeið) sem í boði eru á þeirra sviði bæði hér á landi og erlendis. Einnig mun fræðslunefnd vekja athygli starfsmanna á áhugaverðum námskeiðum af þessum toga.

Þátttaka á námskeiðum er til þess fallin að viðhalda hæfni og þekkingu starfsmanna. Starfsmenn sem taka þátt í slíkum viðburðum skulu, eins og kostur er, miðla því sem þar kemur fram áfram til annarra starfsmanna eftirlitsins.
Einnig er gert ráð fyrir því að starfsmenn geti sótt námskeið sem auka víðsýni og starfsgleði starfsmanns enda þótt þau séu ekki í beinum tengslum við starf viðkomandi.

Nám
Starfsmönnum stendur til boða að stunda nám hér á landi eða erlendis, eftir atvikum fullt nám eða samhliða vinnu. Þátttaka Samkeppniseftirlitsins í námi starfsmanns getur verið fólgin í því að fá leyfi frá störfum, launuðu eða launalausu, og námskostnaður, að fullu eða hluta til greiddur.

Vistaskipti
Starfsmaður getur óskað eftir að kynna sér og taka þátt í störfum systurstofnana Samkeppniseftirlitsins erlendis eða hjá Eftirlitsstofnun EFTA/framkvæmdastjórn EB. Slík vistaskipti geta verið í allt að 6 mánuði (eða lengur eftir samkomulagi). Samkeppniseftirlitið mun aðstoða starfsmenn við að koma á slíku samstarfi og einnig taka þátt í samskiptum í þessu skyni.

Framkvæmd
Fræðslunefnd annast kaup á bókum og sér um áskriftir að fræðiritum. Tillögum þar að lútandi skal beint til fræðslunefndar.

Til að stuðla að framgangi símenntunarstefnu setur Samkeppniseftirlitið sér markmið um að verja árlega til símenntunar fjárhæð sem nemur tilteknu hlutfalli af launakostnaði stofnunarinnar. Jafnframt skal setja markmið um að verja til símenntunar tilteknu hlutfalli af heildarvinnutíma sem stofnunin hefur til ráðstöfunar.

Samkeppniseftirlitið hefur markað sér stefnu í jafnréttismálum sem ætlað er að tryggja jafnræði allra kynja í starfsemi og rekstri stofnunarinnar og stuðla að því að starfsfólk njóti virðingar innan stofnunarinnar og fái notið sín í starfi án tillits til kynferðis í samræmi við ákvæði og markmið jafnréttislaga.

Í jafnréttisáætlun Samkeppniseftirlitsins er kveðið á um að jafnræðis skuli gætt við mannaráðningar, í ákvörðunum um laun og einnig að tekið skuli tillit til fjölskyldu- og einkalífs starfsfólks m.a. með sveigjanlegum vinnutíma. Jafnframt því að unnið skuli að kynjasamþættingu í allri stefnumótun Samkeppniseftirlitsins.

Skýrlega kemur fram í jafnréttisáætlun Samkeppniseftirlitsins að hvorki kynbundin áreitni né kynferðisleg áreitni verði liðin innan stofnunarinnar, sjá nánar í Jafnréttisáætlun Samkeppniseftirlitsins frá september 2022.

Samkeppniseftirlitið hefur það að markmiði að tryggja öllu starfsfólki sínu jöfn laun og jöfn kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf í samræmi við 19. grein jafnréttislaga nr. 150/2020. Samkeppniseftirlitið greiðir laun í samræmi við umfang og kröfur hvers starfs óháð kyni þess sem innir þau af hendi þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar.

Til þess að fylgja jafnlaunastefnu Samkeppniseftirlitsins skuldbindur stofnunin sig til að:

  • Innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnlaunastjórnunarkerfi í samræmi við kröfur staðalsins ÍST 85:2012 og öðlast vottun í samræmi við lög 56/2017 um jafnlaunavottun.
  • Framkvæma launagreiningu þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf og athugað hvort mælist munur á launum eftir kyni. Niðurstöður eru kynntar fyrir starfsfólki annað hvert ár.
  • Bregðast við frávikum, þ.e. ef kröfur staðalsins eru ekki uppfylltar og óútskýrður kynbundinn launamunur finnst, með stöðugum umbótum og eftirliti.
  • Framkvæma árlega rýni stjórnenda þar sem jafnlaunamarkmið eru sett fram og rýnd.
  • Fylgja þeim lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma í hvívetna og staðfesta árlega að þeim sé hlítt.
  • Tryggja að jafnlaunastefna þessi sé aðgengileg á ytri vef Samkeppniseftirlitsins.

Jafnlaunastefna er órjúfanlegur hluti af jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun Samkeppniseftirlitsins.

Allar ábendingar varðandi jafnlaunavottun má senda á mannaudsmal@samkeppni.is undir heitinu „Jafnlaunavottun“.

Laus störf

Samkeppniseftirlitið fylgist með samkeppni fyrirtækja í síbreytilegu atvinnulífi landsins. Eftirlitið spornar við óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri, vinnur gegn skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum og auðveldar aðgang nýrra keppinauta að markaðnum. Samkeppniseftirlitið byggir afl sitt og getu fyrst og fremst á mannauði, þ.e. hæfu og reyndu starfsfólki og jafnframt aðgangi að hæfustu sérfræðingum á sínu sviði, t.d. með góðum tengslum við háskóla- og fræðasamfélagið. Mikil áhersla er lögð á að Samkeppniseftirlitið sé í aðstöðu til að laða að sér og halda í gott starfsfólk. Hjá Samkeppniseftirlitinu starfa lögfræðingar, hagfræðingar, viðskiptafræðingar og annað sérfræðimenntað starfsfólk.

Laus störf eru alltaf auglýst hér á vefsíðu eftirlitsins, Starfatorgi og hjá viðkomandi ráðningastofu. Einnig eru sendir út póstar á Facebook síðu eftirlitsins.