Með ákvörðuninni var tekin afstaða til samruna Opinna kerfa hf. og Premis ehf. Fyrirtækin starfa á ýmsum sviðum upplýsingatækni og vörusölu á neytendamarkaði. Aðalstarfsemi félaganna felst í sölu vélbúnaðar og tengdri þjónustu, þróun og sölu hugbúnaðar, ráðgjöf á sviði upplýsingatækni, sem og hýsingu, rekstri tölvukerfa og tengdri þjónustu. Eftir rannsókn á samrunanum varð það mat Samkeppniseftirlitsins að ekki væri tilefni til íhlutunar vegna samrunans þar sem ekki væru vísbendingar um að markaðsráðandi staða væri að myndast eða að samruninn leiddi að öðru leyti til umtalsverðrar röskunar á samkeppni.
1 / 2022
Opin kerfi hf.
Premis ehf.
Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
Upplýsingatækni og hugbúnaðarþjónusta
Samrunamál
"*" indicates required fields