Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar kaup Ursus I slhf. á 34,38% hlutafjár í HS Veitum hf. HS Veitur er hlutafélag sem hefur þann tilgang að reka og eiga dreifiveitu fyrir raforku og kalt og heitt vatn. Veitustarfsemin byggir á opinberum sérleyfum og einkarétti félagsins til slíkrar starfsemi á framangreindum sviðum og starfar því ekki á samkeppnismarkaði. Ursus I er samlagshlutafélag í eigu lífeyrissjóða og annarra fjárfesta. Samkeppniseftirlitið telur að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna þessa samruna á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.
10 / 2014
HS veitur hf.
Ursus I slhf.
Orkumál
Raforkumál (framleiðsla, flutningur, dreifing og sala)
Samrunamál
"*" indicates required fields