Erindi barst frá Halo ehf., hátæknifyrirtæki sem
m.a. þróaði veðurupplýsingakerfi, vegna samkeppnishindrana Veðurstofu Íslands.
Samkeppnisráð beindi þeim fyrirmælum til Veðurstofunnar að gæta þess að samningar hennar mismunuðu ekki aðilum með
ólíkum skilmálum í sams konar viðskiptum. Þetta ætti við um þá starfsemi
Veðurstofunnar sem teldist vera á samkeppnismarkaði þar sem ekki giltu um hana
sérlög eða reglur um heimild eða skyldu til slíkra athafna. Þá var mælt fyrir
um fjárhagslegan aðskilnað hjá Veðurstofunni.
13 / 2002
Halo ehf
Veðurstofa Íslands
Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
Samkeppni og hið opinbera
"*" indicates required fields